Sársaukafullur bati

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru tekjur ríkisins fyrri hlut ársins meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og útgjöldin lægri. Um þetta þarf ekki að deila. Þetta eru tölulegar staðreyndir sem blasa við öllum. Hærri tekjur – minni útgjöld.

Í Fréttablaðinu í morgun er viðtal við tvo menn í þessu sambandi. Annarsvegar segir Daði Már Kristófersson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands að það sé ekkert eitt sérstaklega sem bendi til þess að hlutirnir séu farnir að gera sig, heldur allt. Samfélagsreikningurinn er í fjárhagslegum bata, segir hann. Hinsvegar er rætt við talsmann sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd sem segist ætla að hafa allan fyrirvara á þessum staðreyndum. Svo notar hann tækifærið af þessu tilefni til að hnýta í opinberar stofnanir eins og Háskólann á Akureyri sem hafa staðið mjög vel að málum frá Hruni.

Það er greinilega sársaukafullt fyrir sjálfstæðismenn að horfa upp á efnahag landsmanna batna.