Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra vandar pólitískum félögum sínum í Samfylkingunni ekki kveðjurnar í helgarblaði DV. Þar fer hann háðulegum orðum um þingmenn flokksins, kallar þá kjána sem hafi klúðrað stærstu málum kjörtímabilsins og gerir lítið úr verkum þeirra að öðru leiti. Þau verk voru þó flest hver af annarri stærðargráðu en Sighvatur sjálfur þurfti nokkru sinni að glíma við í sínu fyrra pólitíska lífi, sem betur fer.
Sighvatur segir þrjú stærstu málin hafa verið umsóknin að ESB, endurskoðun stjórnarskráarinnar og breytingu á kvótakerfinu. Allt segir hann þetta hafa allt algjörlega mistekist.
Þvílík endemis vitleysa!
Þrjú stærstu mál síðasta kjörtímabisl voru í þessari röð:
Bjarga Íslandi frá gjaldþroti. Það tókst.