Svikin eru staðfest!

Stefnuræða forsætisráðherra fól í sér fullkomna uppgjöf gagnvart stóra loforðinu um mikla niðurfærslu húsnæðislána. Engin tillaga þess efnis kom fram í ræðunni. Engin skýr hugmynd um hvernig og hvað þá hvenær staðið yrði við það loforð. Aðeins almennt orðaðar vangaveltur um að það þyrfti að gera eitthvað. Þess í stað óskaði forsætisráðherrann eftir því að stjórnarandstaðan axlaði ábyrgðina af loforðinu. Ráðherrann kallaði eftir aðstoð, baðst vægðar og að Alþingi tæki allt á sig ábyrgðina af sviknum loforðum. Það er sú bljúga bæn sem beðin var úr ræðustól Alþingis rétt í þessu. Það tók stjórnarflokkanna sex vikur að koma orðum að stefnu ríkisstjórnarinnar. Sumarbústaðarápið hefur greinilega verið nýtt til að finna leiðir undan móður allra loforða – stóru skuldaleiðréttingunni.
Þetta var án vafa ein snautlegasta stefnuræða sem nokkur forsætisráðherra hefur flutt þjóð sinni.

Grætt og grillað

Stefnuræðu forsætisráðherra er beðið með mikilli óþreyju. Í henni hljóta að felast efndir við stóru loforðunum sem stjórnarflokkarnir tveir gáfu almenningi í landinu fyrir kosningar. Stefnuræðan verður að innihalda skýrar, vel úthugsaðar og undanbragðalausar tillögur sem fela í sér stórlækkun húsnæðislána og umtalsverða lækkun greiðslubyrði skulda almennings í landinu. Allt annað væru fordómalaus svik sem ættu sér enga hliðstæðu.
Enn hafa engin slík mál verið lögð fyrir Alþingi. Þar má hinsvegar finna frumvarp til breytinga á lögum sem varða fyrirtækin í landinu og lækkun opinbera gjalda á þau.

Mínir aumustu bræður

Oft hefur sjálfstæðisflokkurinn verið rismeiri en hann er í dag. Eftir harða stjórnarandstöðu í fjögur ár fékk hann sína næst verstu útreið í kosningum, næst á eftir kosningunum 2009. Í kjölfarið mátti hann svo þola það að verða nokkurskonar viðhengi í ríkisstjórn undir forystu framsóknarflokksins, aukaflokkur sem var ekki einu sinni nægilegt pláss fyrir í ríkisstjórnarborðið. Á endandum varði því að tæta upp nokkur ráðuneyti til að koma stólum undir söfnuðinn.

Gassagangur á Skúlagötunni

Það er umtalsverður gassagangur á tvíeykinu á efstu hæðinni á Skúlagötu 4 þar sem áður var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í fréttum RÚV segist nýi sjávarútvegsráðherrann ætla að „… að breyta lögum um sérstakt veiðigjald strax“, sem um margt minnir á loforðið um skuldaniðurfellingu húsnæðislána strax – fyrir kosningar – en virðist ætla að verða minna úr.

Of mikil ábyrgð?

Sagt er frá því í fjölmiðlum að stjórnarandstaðan á Alþingi fái formennsku og varaformennsku í nefndum þingsins, líkt og um sérstaka greiðasemi sé að ræða af meirihluta þingsins. Það er nú öðru nær.

Til varnar mínu fólki!

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra vandar pólitískum félögum sínum í Samfylkingunni ekki kveðjurnar í helgarblaði DV. Þar fer hann háðulegum orðum um þingmenn flokksins, kallar þá kjána sem hafi klúðrað stærstu málum kjörtímabilsins og gerir lítið úr verkum þeirra að öðru leiti. Þau verk voru þó flest hver af annarri stærðargráðu en Sighvatur sjálfur þurfti nokkru sinni að glíma við í sínu fyrra pólitíska lífi, sem betur fer.
Sighvatur segir þrjú stærstu málin hafa verið umsóknin að ESB, endurskoðun stjórnarskráarinnar og breytingu á kvótakerfinu. Allt segir hann þetta hafa allt algjörlega mistekist.
Þvílík endemis vitleysa!
Þrjú stærstu mál síðasta kjörtímabisl voru í þessari röð:
Bjarga Íslandi frá gjaldþroti. Það tókst.

Rangur maður á röngum stað

Sigurður Ingi Jóhannsson, annar tveggja ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunar, sagði í ræðu sinni við hátiðarhöld sjómannadagsins í Reykjavík í dag að „ríkisstjórnin ætla að vinna áfram með tillögur sáttanefndar um nýtingu aflaheimilda en nefndin starfaði á síðasta kjörtímabili.“ Þetta hljómar undarlega í ljósi þess að þingmaður framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson barðist gegn þessum tillögum á síðasta kjörtímabili. Þetta mun þó vera einn og sami maðurinn.
Látum það liggja á milli hluta.

Mestu kosningasvik sögunnar?

Mér heyrðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segja í fréttum RÚV í gær að ríkisstjórnin myndi „vilja gefa til kynna“ hvernig ætti að standa að stóru málunum, t.d. skuldaleiðréttingu heimilanna. En var ekki viss. Ég hlustaði því aftur á viðtalið og las fréttina á RÚV. Þetta var þá ekki misheyrn hjá mér. Hann sagðist myndi vilja gefa eitthvað til kynna varðandi skuldamál heimilanna í sumar.

Með forgangsmálin á hreinu

Það er smám saman að koma í ljós hvaða mál verða tekin fyrir strax og sumarþingið kemur saman. Í fyrsta lagi á að afnema veiðigjaldið eins og fram kom hjá röskum ráðherra málaflokksins í fréttum í gær. Í öðru lagi á að breyta rammaáætlun. Í þriðja lagi á að afnema auðlegðarskatt og breyta skattkerfinu til fyrra horfs. Svo verður sjálfsagt rætt eitthvað um íslenska þjóðmenningu.
Algjör samhljómur er á milli ríkisstjórnarflokkanna um þessi mál og því ástæðulaust að skipa um þau nefndir eða ráð sem gera lítið annað en tefja fyrir.

Betri staða en áætluð var

Ein fyrsta fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá því nýr ráðherra tók við embætti er um greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði ársins. Þar segir m.a.: „Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2013 liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil 2012 … - Tekjur hækkuðu um 7,1 ma.kr. milli ára en gjöld jukust um 5,6 ma.kr. Þessi útkoma er betri en áætlað var.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS