"Engar nefndir, enga starfshópa, engar tafir, aðeins aðgerðir í þágu heimilanna."
Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar á landsfundi sjálfstæðisflokksins í febrúar. Nú liggur stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar hægriflokkanna fyrir og þá er annað hljóð komið í strokkinn. Reyndar á ekki að setja neina starfshópa á fót um skuldavanda heimilanna og enga nefnd heldur. Lykilorðin í kaflanum um heimilin eru „að öllum líkindum“ – „heldur þeim möguleikum opnum“ – „ æskilegt er“ .
Það á sem sagt ekki að gera neitt.