Framsókn fær óvæntan liðsauka

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RÚV fyrir nokkrum dögum að hann myndi endurskoða áform um byggingu nýs Landspítala. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er byggingin nánast slegin af með þeim orðum að leggja eigi áherslu á áframhaldandi viðhald á úr sér gengnu húsnæði spítalans „þar til varanleg lausn finnst“ (bls. 10). Málið er hinsvegar að varanleg lausn er fundin. Hún fólst í ákvörðun síðasta þings um byggingu nýs þjóðarspítala í stað þess að viðhalda gömlu húsnæði og úreltum tækjum.

Enn dregur úr efndum stóru loforðanna

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum sjónvarpsins í gær að Hrunskerðingar bótakerfisins yrðu leiðréttar – á kjörtímabilinu. Jafnvel mætti búast við að eitthvað í þá áttina gæti gerst strax í sumar. Í aðdraganda kosninganna var hinsvegar lofað fullum bótum - strax miðað við það sem hér kemur fram?
En látum það liggja á milli hluta.
Það var yfirlýst markmið fyrri ríkisstjórnar að um leið og mögulegt væri fengi velferðar- og bótakerfið bætur upp í það sem Hrunið tók. Við það hefur verið staðið. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs segir m.a. um bótakerfið (bls. 209):

Algjör viðsnúningur hjá fjármálaráðherra

Á fimmta degi ríkisstjórnar hægriflokkanna lýsir nýr fjármála- og efnahagsráðherra því yfir að við munum búa við gjaldeyrishöft til frambúðar. Fyrir réttum mánuði sagði sá hinn sami að hann sæi fyrir sér að hægt yrði að afnema höftin á „næstu mánuðum“. Það er engu líkara en raunveruleikinn hafi náð að narta í hælanna á ráðherranum eftir að hann tók við embætti.
Það er hægt að fyrirgefa pólitískum sakleysingja að þurfa að éta ofan í sig öll sín stærstu loforð innan viku frá því hann tók við völdum. En hér er um að ræða formann í stærsta stjórnarmálaflokki landsins, gömlum og rótgrónum valdaflokki sem á að vita betur og vissi betur.

20 milljarða loforð

Formenn stjórnarflokkanna hafa á síðustu dögum lofað eftirfarandi:

Stríðsyfirlýsing

Allir hafa sínu hlutverki að gegna. Það á líka við um stjórnmálamenn og þá ekki síst ráðherra. Þannig hefur fjármálaráðherra það hlutverk að sjá til þess að fjármál ríkisins séu í lagi, menntamálaráðherrann um að skólarnir gegni sínu hlutverki og umhverfisráðherrann að standa vörð um náttúruna og umhverfið svo dæmi séu tekin. En nú er þetta allt að breytast. Fyrsta verk hins nýja umhverfisráðherra í starfi var að hefja endurskoðun á Rammaáætlun með það í huga að setja fleiri svæði í virkjanaflokk. Þar horfir  nýi ráðherrann fyrst og fremst  til Þjórsár og annarra svæða sem sett höfðu verið í biðflokk líkt og lög kveða á um að verði að gera ef ekki liggja fyrir nægilegar rannsóknir á svæðum.

Af meintu reynsluleysi

Á sama tíma og kallað er eftir endurnýjun á þingi og nýju fólki til starfa er reynt að gera mikið mál úr meintu reynsluleysi nýrra ráðherra. Þegar betur er skoðað kemur í ljós að flestir eru þeir sem tekið hafa sæti í nýrri ríkisstjórn eru með víðtæka reynslu á ólíkum sviðum þjóðlífsins sem á að geta gagnast þeim ágætlega í nýju og vandastömu starfi.
Tökum félaga minn Kristján Þór Júlíusson sem dæmi.

Klassísk hægristefna Silfurskeiðabandalagsins

Í stefnuyfirlýsingu Silfurskeiðabandalagsins segir að æskilegt sé (takið eftir orðalaginu) að nýta tækifærið sem gæti skapast (enn og aftur orðalagið) í samningum við kröfuhafa til að lækka höfuðstól lána og jafnframt í leiðinni að breyta þeim úr verðtryggðum í óverðtryggð lán. Þannig mætti koma í veg fyrir að mánaðarleg greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum aukist verulega (bls. 5).
Þetta þýðir á mannamáli að gangi það eftir sem æskilegt er að gæti gerst, mun greiðslubyrði óverðtryggðra lána aukast – en þó vonandi ekki verulega, eins og segir í texta silfurkeiðunganna.

Fullkomið uppnám í skuldamálum heimilanna

"Engar nefndir, enga starfshópa, engar tafir, aðeins aðgerðir í þágu heimilanna."

Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar á landsfundi sjálfstæðisflokksins í febrúar. Nú liggur stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar hægriflokkanna fyrir og þá er annað hljóð komið í strokkinn. Reyndar á ekki að setja neina starfshópa á fót um skuldavanda heimilanna og enga nefnd heldur. Lykilorðin í kaflanum um heimilin eru „að öllum líkindum“ – „heldur þeim möguleikum opnum“ –  „ æskilegt er“ .

Það á sem sagt ekki að gera neitt.

Eirarmálið verður að upplýsa

Það er hárrétt sem fram kom hjá Ingimari Sveinssyni, íbúa á Eir, í Kastljósinu í kvöld: Það er óásættanlegt með öllu hvernig komið hefur verið fram við þau sem keyptu íbúðarétt hjá Eir.

Guðfeðurnir

Íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið margar góðar ræður í gegnum tíðina. Hér eru tilvitnanir í þrjár slíkar, haldnar af þrem stjórnmálamönnum sem allir eru gegnheilir stuðningsmenn þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að myndast í sumarbústöðum feðranna.
En hvaða stjórnmálamenn eru það sem vitnað er til (ekki gúggla strax)?

Ræða um útrásina haldin 20. maí 2002:
„Rök þessara athafnamanna eru að kunnáttan sem þeir hafa fengið á hinum íslenska heimamarkaði geri þá hæfa til að keppa á stærri mörkuðum, jafnvel betur hæfa en aðra vegna þess að nálægðin og gegnsæið á hinum smáa íslenska markaði hafi verið þeim harður skóli.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS