Ég kveikti á sjónvarpinu í gær í þeim tilgangi að fara að horfa á fótbolta mér til gamans en sá þá hvar Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í drottningarviðtali í Silfri Egils, (sem ég hélt reyndar að væri löngu hætt) og fór mikinn. Hannes var að útskýra ástæður Hrunsins sem hann taldi hvorki vera af hugmyndafræðilegum, pólitískum né siðferðilegum toga. Tryggvi Þór Herbertsson, samflokksmaður Hannesar, gekk reyndar aðeins lengra í sínum skýringum enda varð að hans mati ekkert Hrun á Íslandi, heldur væri það hin stóra lygi vinstrimanna að halda því fram og almenningur væri búinn að fatta það sögn Hannesar gerðu stjórnvöld ekkert sérstakt sem gæti hafa valdið Hruninu. Íslensku bankamennirnir voru heldur engir aular, sagði Hannes. Hrunið hefði ekkert með frjálshyggjuna að gera enda væri frjálshyggjan mannúðleg og spyrði hvorki um stétt né stöðu, að mati Hannesar. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur því fram að hrun íslenska fjármálakerfisins og nánast alls landsins í kjölfarið hafi verið vegna kerfisvillu. Kerfisvillan fólst í því að landið var of lítið fyrir bankakerfið.
KERFISVILLA!!!
Sei nó mor.