Móðgun við samfélagið og söguna

Það er fullkomlega eðlilegt að ráðherra skipi trúnaðarmenn og skoðanabræður sína til að fylgja eftir stefnumálum flokks og stjórnar í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda. En það er algjörlega út í hött að skipa heilu ráðin og stjórnirnar með þeim hætti eins og Illugi Gunnarsson hefur gert í stjórn LÍN. Þannig útilokar ráðherrann að yfirlögðu ráði öll skoðanaskipti og rökræður um mikilvægan málaflokk og kemur í veg fyrir nauðsynlega þróun.

Æ sér gjöf til gjalda

Það þarf ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki styðji við bakið á stjórnmálaflokkum með fjárframlögum eða öðrum hætti. Það má jafnvel færa rök fyrir því að það sé samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, sé að styrkja lýðræðið með þeim hætti. Stjórnmálaflokkum ber sömuleiðis skylda til þess að mínu mati að leita til allra fyrirtækja eftir stuðningi en ekki útvaldra, vilji þeir á annað borð vera sjálfstæðir í störfum sínum á Alþingi.

Rökin fyrir lækkun veiðigjaldsins standast ekki skoðun

Ein aðal röksemdarfærsla gegn veiðigjaldinu er sú að gjaldið dragi svo úr afkomu útgerðarinnar að ekkert sé eftir til fjárfestinga og viðhalds. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra atvinnuvegaráðherra bætti þessari sömu röksemd fyrir lækkun gjaldsins þegar hann mælti fyrir málinu í þinginu. Þessi rök standast enga skoðun.

Alþjóðleg rassskelling

Fulltrúar AGS sendu í dag frá sér yfirlýsingu í kjölfar árlegrar heimsóknar sinnar til Íslands. Heimsóknir þessar eru liður í samstarfi Íslands og AGS vegna Hrunsins 2008 og markmiðið með þeim að leggja mat á uppbyggingu efnahagslífsins úr rústum Hrunsins.
Yfirlýsing AGS er áfellisdómur fyrir ríkisstjórn hægriflokkanna. Hún er alþjóðleg rassskelling á þá efnahagsstefnu sem verið er að innleiða hér á landi undir forystu framsóknarflokksins. Tökum nokkur dæmi
Í yfirlýsingu AGS segir að: „Efnahagsbati íslenska hagkerfisins er á góðri leið og útlit er fyrir áframhaldandi hægfara hagvöxt.
Ef ég man rétt lýstu formenn flokkanna því yfir á fundi fyrir tveim dögum að hér væri allt að fara í kalda kol!

Tveir menn í útlöndum

Tveir ráðherrar fóru til útlanda á dögunum. Annar þeirra tilkynnti forsvarsmönnum ESB að hann hygðist þverbrjóta samþykkt Alþingis og hætta allri vinnu við aðildarumsókn Íslands að ESB. Ráðherrann sagði það vera lýðræðislega ákvörðun af sinni hálfu að ganga gegn vilja þingsins og sá evrópski gat lítið við því sagt. Ráðherrann tilkynnti reyndar í lok fundarins að Ísland yrði áfram í Evrópu þannig að fundurinn hefði svo sem getað endað verr.

Alvöru fólk í stjórn RÚV

Nú stendur yfir umræða um frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um hvernig skuli skipað í stjórn RÚV. Ég fjallaði örlítið um það frumvarp í pistli í gær. Hafi einhver efast um markmið frumvarsins tók nýr þingmaður sjálfstæðisflokksins af allan vafa um það í urmæðunum í morgun með eftirfarandi ummælum: „Maður vill auðvitað tryggja það að það sé alvöru fólk í þessri stjórn (RÚV). Auðvitað betra að það sé ekki mikið af vinstrafólki …“

Ólík sýn á sama mál

Í dag voru haldnir tveir fundir um íslensk efnahagsmál í Reykjavík. Fyrri fundurinn var haldinn í Seðlabankanum í tilefni af vaxta ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Á þeim fundi kom það m.a. fram að efnahagsbatinn hér á landi er í samræmi við spá bankans. Jafnframt kom fram á þessum fundi að verðbólga mælist nú 3,3% og er enn á niðurleið. Að mati Seðlabankans er því engin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða í efnahagsmálum landsins.

Jón grínari

Í umræðum á Alþingi um Ríkisútvarpið í mars sl. sagði Jón Gunnarsson það markmið sjálfstæðismanna að „fækka Samfylkingar- og VG liðum á fréttastofu RÚV.“ Hann sagðist síðar hafa verið að grínast, enda er Jón mikill grínari og þekktur húmoristi. Nú, rúmum tveim mánuðum síðar, er grínið hinsvegar komið aftur til þings og þá í formi frumvarps mennta- og menningarmálaráðherra. Þar er lagt til að lögum um Ríkisútvarpið verði breytt þannig að Alþingi skipi stjórn Útvarpsins í hlutfalli við styrk flokkanna á þingi.

Átta nefnda áætlunin!

Ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu í dag um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Á tillögunni er hinsvegar sá ágalli að í henni felast engar aðgerðir. Hún mun því í engu breyta um stöðu heimilanna í dag. Með tillögunni er ríkisstjórnin í rauninni að biðja þingið um að biðja sig um að setja á fót átta nefndir og starfshópa.
Skoðum þetta í fljótheitum:

Gunnar Bragi að hætta?

Gunnar Bragi Sveinsson sagði rétt í þessu á Alþingi að ekki yrði haldið áfram viðræðum um aðild Íslands að ESB á meðan hann væri utanríkisráðherra. Í stefnuyfirlýsingu hægriflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um áframahaldandi viðræður (bls. 11) og fram hefur komið hjá formanni sjálfstæðisflokksins að sú atkvæðagreiðsla muni fara fram á fyrrihluta kjörtímabilsins. Nú liggur fyrir tillaga til þingsályktunar á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS