Það þarf ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki styðji við bakið á stjórnmálaflokkum með fjárframlögum eða öðrum hætti. Það má jafnvel færa rök fyrir því að það sé samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, sé að styrkja lýðræðið með þeim hætti. Stjórnmálaflokkum ber sömuleiðis skylda til þess að mínu mati að leita til allra fyrirtækja eftir stuðningi en ekki útvaldra, vilji þeir á annað borð vera sjálfstæðir í störfum sínum á Alþingi.