Af meintu reynsluleysi

Á sama tíma og kallað er eftir endurnýjun á þingi og nýju fólki til starfa er reynt að gera mikið mál úr meintu reynsluleysi nýrra ráðherra. Þegar betur er skoðað kemur í ljós að flestir eru þeir sem tekið hafa sæti í nýrri ríkisstjórn eru með víðtæka reynslu á ólíkum sviðum þjóðlífsins sem á að geta gagnast þeim ágætlega í nýju og vandastömu starfi.
Tökum félaga minn Kristján Þór Júlíusson sem dæmi.
Kristján Þór hefur áratuga reynslu af sveitastjórnarstörfum, sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri. Hann hefur komið að stjórnun fjölmargra fyrirtækja, stórra sem smárra. Kristján Þór var m.a. stjórnarformaður Samherja, sat í stjórn Landsvirkjunar og í stjórn Fjárfestingarbanka Íslands sem fulltrúi Orca-hópsins. Kristján Þór hefur setið á þingi í sex ár og verið nefndarmaður í fjárlaganefnd þingsins allan þann tíma. Hann eins og aðrir tóku þátt í ýmsum aðgerðum í aðdraganda og kjölfar Hrunsins, sumt af því umdeilt eins og gengur og annað ekki. Mest hefur hann þó verið gagnrýndur fyrir að upplýsa ekki um styrktaraðila sína á sínum tíma eins og fleiri reyndar en það er annað mál.
Á heimasíðu Alþingis er ágætt yfirlit yfir starfsferil og Kristjáns Þórs sem fólk ætti að kynna sér áður en það kveður upp úr um reynsluleysi hans.
Svipaða sögu má segja um fleiri nýja ráðherra sem allir hafa starfsferil og reynslu að baki sem vert er að skoða.