Þingmaður framsóknar opnar sig

Páll Jóhann Pálsson reis til varnar lækkuðu veiðigjaldi í athyglisverðri þingræðu í kvöld, fyrstur framsóknarmanna. Sérstaklega vöktu þó svör hans við andsvörum Ögmundar Jónassonar athygli eins og heyra má á vef Alþingis:

Erfiður þriðjudagur framundan

Vinna við gerð fjárlaga næsta árs er væntanlega í hámarki þessa dagana. Fjárlög á að leggja fram á fyrsta degi nýs þings sem er fyrsti þriðjudagur septembermánaðar samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis. Þá skal liggja fyrir fjárlagafrumvarp næsta árs eins og segir til um í 42.gr. stjórnarskrár Íslands. Því frumvarpi á að fylgja áætlun um skiptingu útgjalda ríkisins næsta fjárlagaár, tekjur og gjöld eins og gefur að skilja.

Landsdómsmálið

Mér sýnist að umræðan um ályktun þings Evrópuráðsins  um ábyrgð stjórnmálamanna sé að snúast  í einhver undarlegheit og skautað sé fram hjá nokkrum mikilvægum atriðum þess máls í samhengi við landsdóminn yfir Geir H. Haarde. Í fyrsta lagi er hér um almenna ályktun að ræða sem vel má taka undir að ýmsu leyti. Í öðru lagi tekur ályktunin enga afstöðu til dómsmálsins gagnvart Geir H. Haarde fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins. Í þriðja lagi gerir ályktunin ekki ráð fyrir  að ábyrgð verði létt af ráðherrum, heldur að þeir verði sóttir til saka á grundvelli almennra hegningarlaga eins og annað fólk ef grunur leikur á  að þeir hafi brotið af sér.

Heimsviðburður á Alþingi

Í dag samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar sem fól í sér að Alþingi samþykkti að ríkisstjórnin skipi (að eigin ósk ) nokkrar nefndir og ráð til að útfæra kosningaloforðin sín.
Forsætiráðherra sagði þetta vera heimssögulegan viðburð.

Svona er lífið stundum dásamlegt!

Í fréttum RÚV í dag er sagt frá því að nýtt hjúkrunarheimili hafi verið vígt í Mosfellsbæ í gær. Af því tilefni mun heilbrigðisráðherra landsins hafa sagt að fjölgun hjúkrunarheimila á landsvísu bráðnauðsynlegt verkefni. Sem er hárrétt hjá honum.
Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar réðst í stórátak í þessum málaflokki á síðasta kjörtímabili. Þáverandi talsmaður sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnda hafi þá allt á hornum sér varðandi þau áform sem hann gagnrýndi harðlega sem og fleiri þingmenn sjálfstæðisflokksins.
Nú þykir þeim hinsvegar gott að orna sér við ylinn af góðum verkum annarra.
Svona er nú lífið stundum dásamlegt.

Bókun á fundi atvinnuveganefndar

Í dag lagði ég fram eftirfarandi bókun á fundi atvinnuveganefndar:

„Í ljósi persónulegra hagsmuna nefndarmanna í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um breytingar á lögum um veiðigjöld vil ég að eftirfarandi komi fram: Ég tel ekki fara vel á því að þingmenn sem hafa ríka persónulega hagsmuni af málum sem þingið hefur til umfjöllunar taki þátt í umræðum og afgreiðslu um þau mál í nefndum þingsins. Með því er sáð efasemdum um hagsmunaárekstra viðkomandi þingmanna sem varpað geta rýrð á störf nefnda og þingsins við vinnslu og afgreiðslu mála. Auðveldlega má komast hjá slíku með því að nefndarmenn víki sæti við umfjöllun og afgreiðslu mála sem þeim tengjast. Ég mun senda forseta Alþingis erindi í kjölfar þessarar bókunar og óska eftir því að hann taki þetta mál til umfjöllunar með það í huga að bregðast við með hagsmuni Alþingis í huga.“

Framsóknarblús

Það er rétt hjá framsóknarþingmanninum Frosta Sigurjónssyni að hafa ekki áhyggjur af umsögnum og athugasemdum sem gerðar hafa verið við efnahagstillögur ríkissjórnarinnar. Jafnvel þótt allir, innlendir sem erlendir aðilar, opinberar stofnanir sem einkageirinn og allir stjórnmálaflokkar á Alþingi (munum að sjálfstæðisflokkurinn hafnaði hugmyndum framsóknar fyrir kosningar) telji tillögurnar arfavitlausar, er það hárrétt hjá Frosta og félögum að láta það ekki hafa áhrif á sig. Í svona stöðu er best að draga skyggnið niður, þrengja sjónarhornið og loka á utanaðkomandi áreiti. Það hefur alltaf reynst framsóknarmönnum best að fara sínar eigin leiðir og láta sig litlu varða um heiður sinn og æru.
Ætli fari ekki að styttast í rannsóknarskýrsluna um Íbúðalánasjóð?

Ríkisstjórnin á afmæli í dag!

Ríkisstjórn Íslands á afmæli í dag. Á starfstíma sínum hefur stjórninni og einstökum ráðherrum hennar tekist með framgöngu sinni og málflutningi að fá þjóðina upp gegn sér í flestum málum. Stjórnin hafði ekki setið lengi í klukkutímum talið þegar um tvö þúsund manns stóðu fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra og mótmæltu starfsháttum hans og stjórnarinnar. Frá þeim tíma hefur hver skandallinn af öðrum orðið til að auka á óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Kosningaloforð hennar um stórkostlegar niðurfellingar skulda almennings voru svikin á fyrsta samkomudegi þingsins.

Allt orðið eins og áður var

Á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er tilkynning um að ráðherra málaflokksins muni undirrita friðlýsingu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum í dag kl. 15:00. Jafnframt segir í tilkynningunni að eftir undirritunina verði móttaka í Félagsheimilinu Árnesi til að fagna friðlýsingunni.
Þetta féll ekki í kramið hjá ráðherrum sjálfstæðismanna sem brugðust ókvæða við og kröfuðust þess að hætt yrði við friðlýsinguna enda nóg komið af svoleiðis rugli. Og auðvitað brugðust framsóknarmenn við og hlýddu skipunum húsbónda sinna eins og þeir hafa svo oft gert í samstarfi sínu við sjálfstæðisflokkinn í gegnum árin og áratugina.

Hissari í dag en í gær!

Sigurður Ingi Jóhannsson segist undrandi á afstöðu almennings til frumvarps hans um lækkun veiðigjalda. Hann er helst á því að fólk skilji ekki málið eins og sjá má á þessum ummælum hans: „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS