Allir hafa sínu hlutverki að gegna. Það á líka við um stjórnmálamenn og þá ekki síst ráðherra. Þannig hefur fjármálaráðherra það hlutverk að sjá til þess að fjármál ríkisins séu í lagi, menntamálaráðherrann um að skólarnir gegni sínu hlutverki og umhverfisráðherrann að standa vörð um náttúruna og umhverfið svo dæmi séu tekin. En nú er þetta allt að breytast. Fyrsta verk hins nýja umhverfisráðherra í starfi var að hefja endurskoðun á Rammaáætlun með það í huga að setja fleiri svæði í virkjanaflokk. Þar horfir nýi ráðherrann fyrst og fremst til Þjórsár og annarra svæða sem sett höfðu verið í biðflokk líkt og lög kveða á um að verði að gera ef ekki liggja fyrir nægilegar rannsóknir á svæðum. Til að undirstrika enn frekar vilja sinn í þessum efnum segist ráðherrann hafa fjölmargar leiðir í handraðanum til að ná þessu markmiði þannig að sem minnstar hindranir verði í veginum.
Þetta er stríðsyfirlýsing af hálfu hins nýja umhverfisráðherra sem hefur með þessum orðum sínum staðfest það endanlega að umhverfisráðuneytið hefur verið lagt niður í núverandi mynd.
Framundan eru harðari átök í íslenskum stjórnmálum en nokkurn óraði fyrir.
Comments
Ósvaldur Guðjónsson
26. maí 2013 - 6:51
Permalink
Björn Valur !!!!!!
Núna er komið að þeim tímapunkti að þú áttir þig á því að þér var HAFNAÐ í prófkjöri í þínum flokki !!!
Og núna hættir þú að skíta aðra út sem taka við af " ÞÉR " á Alþinginu okkar - ekki ykkar ...... UC :)
Gangi þér bara vel sem VARAFORMAÐUR í flokki sem er ekki lengur til á Íslandi .......... Þú ert æðislegur !!!!!!!! hahahahahahaha