Hættulegar endurtekningar

Í grunninn eru tvær megin ástæður fyrir því að menn endurtaka sig vísvitandi aftur og aftur. Sú fyrri er að það hafi reynst þeim vel og ástæðulaust sé því að breyta til. Sú síðari er að þeim hafi mistekist og því þurfi að reyna aftur og aftur og aftur. Það er af síðari ástæðunni sem hægriflokkarnir í ríkisstjórninni ætla að einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið, lækka skatta og skera niður og selja þær eignir ríkisins sem þeim tókst ekki að koma í lóg í síðustu tilraun. Þetta er það sem þeir gerðu á tólf ára tímabili sínu í stjórnarráðinu á árunum 1995 – 2007 til að uppfylla hugmyndafræðilegar þarfið sínar. En þetta mistókst algjörlega, þ.e.a.s. afleiðingarnar voru skelfilegar fyrir þjóðina. Það vilja hægriflokkarnir ekki viðurkenna og telja að ekki sé enn fullreynt. Þess vegna ætla þeir að endurtaka sig, þrátt fyrir reynsluna og afleiðingarnar.
Prófa aftur það sem áður mistókst svo herfilega.