Ódýr svör um kúgun duga ekki

Það er algjörlega ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis í samskiptum íslenskra stjórnvalda við önnur ríki vegna makríldeilunnar. Viðbrögðin í kjölfar fyrstu opinberu ferðar sjávarútvegsráðherra til útlanda voru með þeim hætti að nær öruggt má telja að honum hafi orðið á mikil mistök með afleiðingum sem sér ekki fyrir endann á en gætu orðið alvarlegar og dýrkeyptar. Ráðherra sjávarútvegsmála gengst reyndar við því að hafa orðið á í messunni með því að líkja viðbrögðum erlendra ríkja við “kúgun stærri þjóða á þeim minni.” Þannig tala aðeins rökþrota menn sem hafa málað sig út í horn með vondum málflutningi við góðum málstað.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála verður að útskýra hvernig honum tókst að setja deilu sem var í ágætum sáttafarvegi í svo harðann hnút sem makríldeilan virðist vera komin í.
Ódýr svör um kúgun duga ekki.