Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir að Flokkurinn hafi misnotað Ólaf F Magnússon í pólitískum tilgangi. Það var fallegt af Þorbjörgu Helgu að viðurkenna það. Þetta vissu þó allir. Fréttin er því ekki frétt nema vegna þess að einhver af forystumönnum sjálfstæðisflokksins þorði að viðurkenna misnotkunina. Það er ekki algengt á þeim bænum að gangast við mistökum eða viðurkenna pólitískt ofbeldi. Vilhjálmi H Vilhjálmssyni hefði verið nær að gera hið sama og Þorbjörg Helga frekar en að neita hinu augljósa. Hann hefði í leiðinni getað notað tækifærið og beðið gamla fólkið á Eir afsökunar á framkomu sinni gagnvart þeim.
Það er í innyflunum á sjálfstæðisflokknum að misnota fólk í pólitískum tilgangi. Þegar til kastanna kemur lætur Flokkurinn sig litlu varða um heiður sinn og æru.
Honum er óeðlið tamt.