Misskilningur punktur is

Fyrr á árinu sagði SDG forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishaftanna að „stjórnvöld stefndu á að ný áætlun um afnám haftanna lægi fyrir í september á þessu ári.“ Nú segir hann  það vera misskilning eins og svo margt annað. Hann hafi bara vonast til þess að ný áætlun um losun gjaldeyrishaftanna myndi liggja fyrir í haust. Nú telur hannlíklegt að afnám gjaldeyrishafta geti hafist í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Hvað sem það nú er. Það var t.d. ekki langt í „fyrirsjáanlega framtíð“ í vor þegar SDG lofaði nýrri áætlun í september.
Líklegasta ástæðan fyrir þessu er að hann hafi, líkt og fjármálaráðherra, áttað sig á því að best sé að halda sig við gildandi afnám haftanna. Sú áætlun er frá árinu 2011 og engin merki um að þeir stjórnmálamenn sem þá gagnrýndu hana hvað mest ætli sér nú þegar þeir eru komnir til valda að hvika frá henni.
En þá á líka bara að segja það beint út í stað þess að auka á óvissu og rugling í svo mikilvægu máli.
Það er ekki endalaust hægt að vísa á misskilning.is