Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á fundi Landsbankans í morgun að ríkið ætti að eiga áfram meirihluta í bankanum en selja í öðrum fjármálafyrirtækjum. Þar með tekur Bjarni undir með forvera sínum í embætti sem lýsti því sama yfir fyrir tveim árum. Bjarni telur einnig rétt að væntanlegur ágóði af sölu fjármálafyrirtækjanna verði notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þar talar hann gegn hugmyndum SDG forsætisráðherra sem vill nota alla slíka peninga til að greiða niður skuldir einstaklinga og þyngja enn frekar á ríkissjóði.
Á meðan SDG forsætisráðherra talar eins og honum sé ekki sjálfrátt reynir Bjarni Benediktsson að tala af skynsemi í þessum málum eins og ábyrgur ráðherra á að gera. Það blasir við að sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að ná tökum á sjálfum sér og skilja sig frá framsóknarflokknum.
Það er aðeins tímaspursmál hvenær og hvernig það gerist.