Tveir fyrir einn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti auðlegðarskattsins er athyglisverður að mörgu leyti. Ef allt væri með felldu ætti hann að hafa umtalsverð pólitísk áhrif. Dómurinn hafnar öllum kröfum auðmannsins, sem reyndi að hnekkja lögunum: aðalkröfu, varakröfu og þrautavarakröfu. Auðmaðurinn hafði með öðrum orðum ekkert til síns máls að mati dómsins. Það er því hafið yfir allan vafa af hálfu Héraðsdóms Reykjavíkur að Alþingi var og er heimilt að leggja á auðlegðarskatt eins og gert hefur verið.
Sömu rökum hefur verið beitt gegn veiðigjaldinu, þ.e. að um afturvirkan skatt sé að ræða og því brjóti veiðigjaldið gegn stjórnarskránni. Það má því ætla að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli auðmannsins muni hafa áhrif á ákvörðun um veiðigjald, þ.e. að með sömu rökum sé fullkomlega löglegt að leggja á veiðigjald eins og gert hefur verið. Það er svo kaldhæðni örlaganna að auðmaðurinn sem tapaði málinu um auðlegðarskattinn er útgerðarmaður. Það má því segja að dómurinn hafi slegið tvær flugur í einu höggi.
Eftir stendur þá aðeins pólitískur vilji til að legga á auðlegðarskatt og veiðigjöld.
Valið stendur á milli þess að afla tekna eða skera niður.