Uppnám í þingflokki sjálfstæðismanna

Uppljóstrun Óskars Bergssonar um viðsnúning ríkisstjórnarinnar í skuldamálum olli víst miklu uppnámi í herbúðum stjórnarflokkanna um helgina. Sagt er að forsætisráðherra hafi ekki verið par ánægður með þetta frumhlaup Óskars og þurft að bregðast við, óundirbúinn, á fundi miðstjórnar framsóknarflokksins á laugardaginn. Sjálfstæðismenn voru heldur ekki undir þetta búnir, hvorki formaður flokksins né almennir þingmenn. Reyndar mun enginn þingmanna flokksins vita hvað standi til að gera og engar tillögur verið kynntar fyrir þingflokknum. Það er því búist við því að þingflokkur sjálfstæðisflokksins ræði þetta mál á fundi sínum í dag og mun vera þungt í mörgum. Klaufaleg tilraun forsætisráðherra til að drepa umræðuna mun ekki hafa bætt úr vandræðaganginum.
Hvað sem verður þá mun þetta upphlaup hafa sett mark sitt á stjórnarsamstarfið og ekki er enn útséð hver endanleg áhrif þess verða.
Það gæti skýrst betur eftir fundi þingflokkanna síðar í dag.