Nú, þegar þrír þingdagar eru eftir af nóvember, er tvennt ljóst varðandi kosningaloforð framsóknarflokksins um niðurgreiðslu húsnæðisskulda. Það stendur ekki til að prenta peninga í þeim tilgangi og þeir munu heldur ekki koma frá kröfuhöfum í gömlu bankana. Þá er aðeins ein leið eftir sem er að skuldsetja ríkissjóð með tilheyrandi afleiðingum fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn einn getur komið í veg fyrir það og það er á ábyrgð formanns sjálfstæðisflokksins að grípa inn í áður en það verður of seint. Það verður ekki hægt að benda á framsóknarflokkinn sem sökudólg ef hann nær að keyra allt um koll.
Ábyrgðin liggur hjá þeim sem enn geta komið í veg fyrir það.
Ábyrgðin er öll hjá sjálfstæðisflokknum.