Mjög mikilvægur dómur

Það er ánægjulegt að sjá fréttir um dóm Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar gegn ríkinu um sérstakt veiðigjald í sjávarútvegi. Vinnslustöðin krafðist endurgreiðslu á veiðigjaldinu á forsendum þess að um ólöglegan eignaskatt væri að ræða. Dómurinn er hins vegar hvell skýr: Það er fullkomlega heimilt og eðilegt að innheimta slíkt gjald og á engan hátt hægt að líta á slíka gjaldtöku sem eignaskatt eða eignaupptöku. Mjög mikilvægur dómur.
Eftir stendur þá bara hvort pólitískur vilji sé til þess að innheimta gjaldið.