Ráðherra vegur að sjálfstæði Seðlabankans

„Nefndin ætti að taka á sig rögg núna í maí og lækka vextina myndarlega. Hún getur alltaf hækkað þá aftur næst, ef henni finnst viðbrögð hagkerfisins of ofsafengin.“

Lítið mál ef viljinn er til verksins

Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks, viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur á fyrstu hundrað dögum sínum náð að skrá sig á spjöld sögunnar sem versta ríkisstjórn lýðveldisins. Á þessum tíma hafa ráðherrar hennar og fylgdarlið gengið sérhagsmunum blygðunarlaust á hönd á kostnað almannahagsmuna. Ríkisstjórnin og hennar lið virðast staðráðin í að knésetja velferðar- og menntakerfið í landinu. Heilbrigðiskerfið á Íslandi er að hruni komið á sama tíma og ráðherrar berja sér á brjóst og hæla sér yfir einum mesta hagvexti sem mælist í heiminum. Auðmönnum og stórfyrirtækjum er komið undan því að greiða sanngjarnan hlut í samneysluna. Mörg þúsund Íslendingar búa við sára fátækt. Ungt fólk á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði eða leiguhúsnæði án foreldraaðstoðar.

Laxeldi í Ólafsfirði

Ólafsfjörður hefur alla tíð verið talinn mjög erfiður veðurfarslega séð. Þannig var Héðinsfjörður talinn betur til sjósóknar fyrr á síðustu öld ekki síst vegna þess að auðveldara var að lenda þar bátum en í Ólafsfirði. Það er erfitt að athafna sig á firðinum í vetrarveðrum og fjörðurinn er oft ófær skipum. Skip hafa margsinnis þurft að flýja höfnina vegna veðurs eða vondrar veðurspár. Dögum saman þverbrýtur Ólafsfjörð í vetrarveðrum og er þá ófær öllum skipum.
Mér er það hulin ráðgáta að Ólafsfjörður sé nú talinn draumastaður fyrir laxeldi í sjó þó ekki væri nema af þessum sökum.
Mengun af 10 þúsund tonna framleiðslu af laxi í sjó er talin vera á við mengun í 150 þúsund manna byggð. Það þarf 4-5 kíló af fóðri til að búa til eitt kíló af laxi. Það er ekki deilt um hvort laxeldi í sjó hafi neikvæð umhverfisáhrif heldur greinir menn á um hversu mikil þau eru.

Hin eilífa rússíbanareið

„En að lokum mætti samt minna á það, að það stendur upp á stjórn­mála­stétt­ina að skýra það, hvers vegna þessi heima­til­búna rús­sí­ban­areið geng­is­sveiflna er góð og skyn­sam­leg.“ 

Grandafrumvarp Þorgerðar Katrínar

Ef einhvers staðar eru til á einum og sama staðnum gögn um stjórn fiskveiða, tillögur að breytingum, nefndarálit, sýn innlendra sem erlendra sérfræðinga á sjávarútveginum frá öll áttum – þá er það í ráðuneyti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Tvíhöfðanefndir, auðlindanefndir, endurskoðunarnefndir, sáttanefndir og hvað svo sem allar nefndirnar hafa heitið sem  gert hafa tillögur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Allt er þetta til. Ný nefnd mun engu bæta við það sem fyrir er.

Íslenskara en kæstur hákarl

Það er eitthvað fallegt við þessa fléttu. Vinalegt og ærlegt.
Tveir frændur og Garðabærinn.
Íslenskara en kæstur hákarl.

Stjórnlaus einkavæðing í heilbrigðiskerfinu

Þessi yfirlýsing Landlæknis er þeirrar gerðar sem enginn heilbrigðisráðherra vill láta skrifa um sig sé hann ekki blásvartur hægrimaður. Landlæknir heldur því fram að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu sé í raun stjórnlaus. Landlæknir segir að hvorki ráðherra, þing eða ríkisstjórn hafi sem stendur nokkra stjórn á því hvert opinber fjármagn rennur í heilbrigðiskerfinu eða hvaða rekstrarform verði ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi.
Yfirlýsing Landlæknis hlýtur að kalla á skjót viðbrögð stjórnmálamanna og Alþingis.
Þetta er grafalvarlegt mál.

Persónulegir hagsmunir þingmanna

Fjórir þingmenn sjálfstæðisflokksins, allir nefndarformenn þingnefnda, styðja ekki ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisfjármálaáætlunin er grunnstefna ríkisstjórnarinnar og mikilvægust allra mála hennar. Án þeirrar áætlunar er engin stefna, engin markmið og engin ríkisstjórn. Ríkisstjórnin er því í raun fallin.
Þetta er eitt. Annað er að a.m.k. tveir nefndarformannanna styðja ekki ríkisstjórnina vegna persónulegra hagsmuna sinna að því er best verður séð. Stefna ríkisstjórnarinnar skaðar þá eða fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk fjárhagslega.

Dauðalistinn?

Forsætisráðherra vill ekki að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í bönkunum. Umhverfisráðherra vill ekki að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í einstaka fyrirtækjum.
Hvar vilja ráðherrarnir að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfesti? Er einhver listi til innan stjórnarráðsins um fyrirtæki, þóknanleg stjórnvöldum og um þau fyrirtæki sem þeim líkar ekki?
Er dauðalistinn til eftir allt?

 

Lítið látið með staðreyndir

Í þættinum Vikulokin í morgun var m.a. rætt um Vaðlaheiðargöng. Umræðan af hálfu þáttastjórnanda og viðmælenda hans var í grunninn um tvennt hvað göngin varðar. Annars vegar að framkvæmdin hefði verið tekin fram fyrir aðrar framkvæmdir í samgönguáætlun (og þar af leiðandi tafið þær) og hins vegar að ætt hefði verið af stað í verkið nánast án undibúnings. Hvort tveggja er rangt.
Vaðlaheiðargöng hafa ekki haft nein fjárhagsleg áhrif á aðrar vegaframkvæmdir í landinu. Göngin eru ekki á fjárlögum. Ríkið hefur ekki sett eina krónu í framkvæmdirnar. Ríkið hefur aðeins sett hlutafé í hlutafélagið sem sér um framkvæmdina, enda á ríkið tæpan helming í félaginu (átti meirihluta til ársins 2013). Ákvörðun um að fara í þessa framkvæmd byggðist ekki síst á því að umferð um göngin er nægilega mikil til að standa undir kostnaði við þau sem ekki á við um flestar aðrar framkvæmdir.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS