Ef einhvers staðar eru til á einum og sama staðnum gögn um stjórn fiskveiða, tillögur að breytingum, nefndarálit, sýn innlendra sem erlendra sérfræðinga á sjávarútveginum frá öll áttum – þá er það í ráðuneyti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Tvíhöfðanefndir, auðlindanefndir, endurskoðunarnefndir, sáttanefndir og hvað svo sem allar nefndirnar hafa heitið sem gert hafa tillögur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Allt er þetta til. Ný nefnd mun engu bæta við það sem fyrir er.