Spurt um laxeldi í sjó

Laxeldi í sjó er afar umdeilt enda getur það auðveldlega haft mikil og óafturkræf áhrif á lífríki hafs og vatna. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar þola þeir firðir sem stofnunin hefur lagt mat á allt að 125 þúsund tonna framleiðslu á laxi. Talið er að burðarþol íslenskra fjarða geti verið nálægt 200 þúsund tonna framleiðslu á eldislaxi í sjó.
Talið er að 10 þúsund tonna framleiðslu á laxeldi í sjó fylgi úrgangur eða mengun sambærilegt á við 150 þúsund manna byggð. Mengun frá 125 þúsund tonna framleiðslu væri þá á pari við það sem tæplega 2ja milljóna manna samfélag skilaði frá sér og 200 þúsund tonna framleiðsla þá á við 3ja milljóna samfélag. Þá á eftir að taka tillit til þeirrar hættu sem augljóslega stafar af sjóeldi á villta fiskistofna sem er óafturkæft. Sjóeldi er því atvinnugrein sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi sitt frá mörgum hliðum.

Snúningurinn á Arion banka

Þetta er m.a. það sem vitað er um snúning erlendra vogunarsjóða á Arion banka:

Mjög mikilvægur dómur

Það er ánægjulegt að sjá fréttir um dóm Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar gegn ríkinu um sérstakt veiðigjald í sjávarútvegi. Vinnslustöðin krafðist endurgreiðslu á veiðigjaldinu á forsendum þess að um ólöglegan eignaskatt væri að ræða. Dómurinn er hins vegar hvell skýr: Það er fullkomlega heimilt og eðilegt að innheimta slíkt gjald og á engan hátt hægt að líta á slíka gjaldtöku sem eignaskatt eða eignaupptöku. Mjög mikilvægur dómur.
Eftir stendur þá bara hvort pólitískur vilji sé til þess að innheimta gjaldið.

 

Efnahagsmál á mannamáli

Í kvöld munum við, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður framsóknarflokksins og Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, ásamt Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans og Sigurði Hannessyni ræða efnahagsmál á mannamáli á fundi á vegum framsóknarmanna í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á Bryggjunni Brugghúsi í Reyjavík og hefst kl. 20:00.
Þetta verður eitthvað!

Veðmálið um Ísland

Fjármálaráðherra fagnar mjög að erlendir hrægammasjóðir (nú kallaðir fjárfestingarsjóðir) skuli veðja á Ísland með fjárfestingum sínum. Og þeim liggur á. En um hvað snýst þetta veðmál og um hvað er veðjað?

Kvótasetning í ferðaþjónustunni?

Í ræðu sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hélt á ferðaþjónustudeginum í Hörpu í gær ræddi hún m.a. um stýringu á flæði ferðamanna og sagði þá m.a. þetta: „Þjónustusérleyfi að erlendri fyrirmynd eru til skoðunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í þeirri leið felst að ferðaþjónustufyrirtæki sem stunda útgerð inn á náttúruperlur í opinberri eigu, til dæmis þjóðgarða, þurfa til þess sérstakt leyfi, í raun nýtingarleyfi á hina takmörkuðu auðlind, og þessi leyfi eru boðin út.“

Ekki allt sem sýnist á kærleiksheimilinu

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í síðasta mánuði að forveri hans og frændi í embætti hefði ekki verið sá baráttumaður gegn skattsvikum sem þjóðin hefði þurft á að halda. Í dag gekk Benedikt svo skrefinu lengra og sagði frænda sinn og forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra hafa klúðrað tækifærinu til að afnema höftin að fullu í fyrra og sagði það umtalað í fjármálaráðuneyti þeirra frænda.

Traust hreyfing - traust forysta

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur í síðustu könnunum mælst ýmist stærsti  eða næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi frá kosningum líkt og Píratar, Björt framtíð og Viðreisn. Samfylkingin og Framsókn virðast vera að bæta lítillega við sig.
Vinstri græn bættu verulega við sig fylgi sl. vor í kjölfar þess að hafa tekið mjög ákveðið á spillingarmálum tengdum Panamaskjölunum. Hreyfingin fékk 16% fylgi í síðustu kosningum og bætti nokkuð jafnt við sig yfir landið. Vinstri græn eru nú stærst í Reykjavíkurkjördæmi norður, kjördæmi Katrínar Jakobsdóttur, formanns hreyfingarinnar.

Ekki mjög flókið

Þetta er mjög gott mál. Hér er einfaldlega verið að leggja til að nýta tekjustofna til vegamála betur en gert er í þeim tilgangi að fjármagna nauðsynlegar samgöngu framkvæmdir. Það er lítið mál að bregðast við aðstæðum sem upp eru komnar og varðar landsmenn alla. Það þarf að afla tekna til útgjalda.
Það er nú ekki flóknara en það.

Myndin fengin af heimasíðu RÚV

Gat nú verið ...!

Fjármálaráðherra segir að fullkomið afnám hafta geti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Frændi hans og forveri í embætti lýsti því sama yfir nokkuð oft á síðasta kjörtímabili.
Í ljósi sögunnar finnst mér að ráðherrar eigi að fara sparlega með slíkar yfirlýsingar.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS