Í ræðu sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hélt á ferðaþjónustudeginum í Hörpu í gær ræddi hún m.a. um stýringu á flæði ferðamanna og sagði þá m.a. þetta: „Þjónustusérleyfi að erlendri fyrirmynd eru til skoðunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í þeirri leið felst að ferðaþjónustufyrirtæki sem stunda útgerð inn á náttúruperlur í opinberri eigu, til dæmis þjóðgarða, þurfa til þess sérstakt leyfi, í raun nýtingarleyfi á hina takmörkuðu auðlind, og þessi leyfi eru boðin út.“