Líkt og venjulega kemst Magnús Halldórsson, ritstjóri Kjarnans, að kjarna málsins í skrifum sínum.
Það er eins og einhver tegund af þöggun ríki um málefni Arion banka og boðaða einkavæðingu Landsbanka og Íslandsbanka. Ég veit ekkihvers vegna. Það lítur út fyrir að ráðherrar ætli að sniðganga Alþingi og ráðstafa bönkunum án opinberrar umræðu innan sem utan þings. Það verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum.
Miðað við eðli og umfang málsins ættu stjórnmálamenn í rauninni ekki að vera að ræða um neitt annað en skipulag fjármálakerfisins.
En áherslan er á öðrum sviðum, eins og Magnús bendir á, og stefnumálin önnur.