Rannsóknir á hafinu í kringum landið eru í uppnámi og störf tuga starfsmanna Hafrannsóknastofnunar sömuleiðis. Hægrimennirnir, undir forystu Sigurður Inga Jóhannssonar atvinnuvegaráðherra, ætla sér að einkavæða hafrannsóknir við Ísland. Það munu þeir gera með því að fjársvelta Hafrannsóknarstofnun svo að hún geti ekki sinnt hlutverki sínu. Ráðherrann mun fljótlega ræða við útgerðarmenn um að fjármagna hafrannsóknir og mælingar á fiskistofnum.
Þannig verða rannsóknir á þessari sameiginlegu auðlind okkar allra bráðum í höndum þeirra sem hafa mestra sérhagsmuna að gæta og efnahagslífið sömuleiðis vegna mikilvægis fiskveiða og vinnslu.
Sem sagt - allt á einni hendi - fullkomin einkavæðing í boði framsóknarflokksins.