Mikilvægt mál

Í dag var undirritaður samningur á milli Landsnets og PCC BakkiSilicon hf. um orkuflutning í kísilver PCC sem reist verður á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á vegum Landsnets vegna þessa verkefnis hefjist á næsta ári í kjölfar mikils undirbúnings á yfirstandandi ári. Kísilverið væntanlega er af allt annarri stærðargráðu en þau risa álver sem marga dreymir um að byggð verði sem víðast um landið. Hér er um að ræða iðnver sem sogar ekki upp alla orku í Þingeyjarsýslu eða er líklegt til að kollvarpa nærsamfélaginu. Það mun heldur ekki verða til að setja efnahagslíf þjóðarinnar á hliðina heldur þvert á móti mun umfang þessa verkefnis verða til góðs leiða til raunvaxtar.
Það var á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis. Það voru ekki allir sáttir við það eins og gengur.
Ég man í augnablikinu ekki eftir nokkru verkefni, stóru né smáu sem núverandi ríkisstjórn hefur komið af stað. Ég man hins vegar eftir mörgum sem hætt hefur verið við.
En ég man auðvitað ekki allt.