Áhrif lélegrar vertíðar

Fyrir nokkrum árum hitti ég starfsmann á bílaleigu og spurði hvernig gengi. Hann bar sig ekki illa en sagðist vonast eftir góðri loðnuvertíð. Ég skildi ekki strax tenginguna á milli loðnuvertíðar og reksturs bílaleigu en áttaði mig svo fljótlega á að þetta tvennt var og er nátengt. Rétt eins og það skiptir miklu máli fyrir sjómenn, verkafólk og aðra sem málið varðar að vel veiðist.
Loðnuvertíðin í ár var með þeim lakari. Þetta léleg loðnuvertíð hefur mikil áhrif á afkomu þúsunda  manna, fjölmargra fyrirtækja, bæjarfélaga og ríkissjóð sem við eigum öll. Mest eru áhrifin þó þar sem útgerð og vinnsla á loðnu er mikil en einnig um land allt hjá þeim sem þjónusta atvinnugreinina með stórt og smátt, s.s. verslanir, iðnaðarmenn, netagerðir, bílaleigur o.s.frv.
Ég hef ekki orðið var við opinbera umfjöllun um áhrif lélegrar loðnuvertíðar á samfélagið.
Það er heldur ekkert nýtt.