Engar áhyggjur! Bjarni sér um þetta.

Það ætti að létta Guðrúnu Lárusdóttur lundina sem og öðrum sem greitt hafa auðlegðarskatt að þó svo að Hæstiréttur sé með þessi leiðindi ætlar Bjarni litli Ben að líta til með þeim. Og munar um minna:
„Við lækkuðum tekjuskatt á einstaklinga um fimm milljarða, tryggingagjald á fyrirtæki um milljarð - sem verða fjórir áður en kjörtímabilið er úti – þá lækkuðum við veiðigjöld á þá sem ekki risu undir þeim og leyfðum tímabundnum sköttum eins og auðlegðarskattinum að renna sitt skeið.“
Þegar að almenningi kemur er Bjarni þó að eigin sögn ekki þess umkominn að útdeila réttlæti.
En hann sér um sína.