Er ekki komið nóg?

Þingmenn sjálfstæðisflokksins styðja ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins. Þingmönnunum hugnast ekki sú framtíðarsýn sem í áætluninni felst. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, nýtur því í raun ekki stuðnings þingflokks sjálfstæðisflokksins í mikilvægustu stefnumálum hennar. Það hlýtur að vera einsdæmi í sögu þjóðarinnar að stjórnmálaflokkur styður ekki sjálfan sig.
Það er ekki hægt að búa þetta til.
Er ekki komið nóg?