Skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kosti og galla þess að aðskilja viðskipta- og fjárfestingastarfsemi bankanna er ágætt innlegg í umræðuna um framtíðarfyrirkomulag bankakerfisins. Sjálfur hallast ég að því að ráðlegra sé að setja fjárfestingarstarfseminni þröngar skorður frekar en að banna hana.
Ég sakna hins vegar umfjöllunar um samspil innlendrar og erlendrar starfsemi bankanna og þá í þá veru hvort rétt sé að halda henni aðskilinni sem ég tel að gæti verið þörf á að gera.
Man einhver eftir Icesave?