Gríðarlega miklu af skatttekjum ríkissjóðs var sóað á stjórnleysisárunum fyrir Hrun. Sem dæmi um það var á síðustu þremur árum fyrir Hrun farið 75 milljarða fram úr fjárlögum. Lítið var fylgst með því hvað varð um peningana sem var úthlutað með ógagnsæjum hætti, svo ekki sé nú meira sagt.
Það varð gríðarleg breyting á þessu á kjörtímabili Vinstristjórnarinnar og vinnubrögð við ráðstöfun á skattpeningum tóku miklum breytingum til batnaðar. Enda var það allt meira og minna í tætlum eftir langvarandi óstjórn.
Eitt af því var ráðstöfun á svo kölluðum safnliðum sem fjárlaganefndarmenn höfðu ráðstafað að eingin vild áratugum saman með mjög ómarkvissum hætti. Um þetta náðist víðtæk og þverpólitísk samstaða – að undanskildum framsóknarmönnum. Þeir lögðust gegn öllu svona og vildu áfram fá að deila út peningum að vild til vina og vandamanna. Um framangreindar breytingar sagði fjárlaganefndarmaðurinn Höskuldur Þórhallsson í þingræðu: „Hluti af safnliðunum var færður yfir í ráðuneytin og fullyrt var að þetta yrði unnið með faglegri hætti. Ég hef ekki séð nein rök á bak við þá fullyrðingu.“ Það kann að skýra margt af því sem síðan hefur gerst og framsóknarmönnum þykir hinn sjálfsagðasti hlutur.
En hvað finnst fjármálaráðherranum um þetta?
Er ekki einhver til í að spyrja hann?