Það er að mínu viti algjörlega rétt sem Guðmundur Kristjánsson skrifar í grein um skipulagsmál í Reykjavík. Með því að breyta hafnarsvæðinu í Reykjavík í íbúðabyggð er jafnhliða verið að leggja höfnina niður í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Byggingarsvæðið verður dýrt, íbúðirnar sem þar rísa þ.a.l. líka. Vel efnaðir íbúar munu ekki sætta sig við daglegt líf hafnarinnar til lengdar. Þeir munu fara fram á frið og ró í kringum nýju heimilin sín. Það verður ekki með óbreyttri hafnarstarfsemi.
Höfnin verður því geld og engum til gagns né gleði.
Niðurlag greinar Guðmundar ætti að vekja fólk til umhugsunar:
„Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.“
Sei nó mor.