Lítill ylur í Twitter færslum Viðreisnar

Niðurlægingu Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn virðast engin takmörk sett. Ráðherrar og þinglið sjálfstæðisflokksins hika ekki við að ganga gegn samstarfsflokkunum detti þeim það í hug. Enda er fyrirstaðan ekki mikil, sjálfsvirðing og sjálfstraust að engu orðin hjá litlu flokkunum.
Fá dæmi, ef nokkur, eru um það í stjórnarsamstarfi hér á landi að samstarfsflokkar sjálfstæðisflokksins hafi verið berháttaðir og kaghýddir jafn rækilega og við á um Viðreisn og Bjarta framtíð. Á innan við hálfu ári eru báðir flokkarnir við það að þurrkast út í mælingum á meðan móðurflokkurinn heldur sjó. Framganga sjálfstæðisflokksins gegn reynslulitlu liði smáflokkanna tveggja er á mörkum mannvonsku.
Sumarfríið mun verða Viðreisn og Bjartri framtíð erfitt nema þeir hysji upp um sig brækurnar áður en þeir ofkælast.
Twitter færslur veita þeim lítinn yl.