Miklar afturvirkar launahækkanir æðstu embættismanna eru frekar regla en undantekning. Nú, líkt og fyrr, renna þær nokkuð fyrirhafnarlaust í gegn. Þingmenn fengu ríflega launahækkun daginn eftir Alþingiskosningarnar sl. haust. Margir þeirra brugðust illa við og þóttust ætla að gera eitthvað í málinu. Það rann af þeim flestum á fyrsta útborgunardegi. Þeir leiða launahækkanirnar sem mest tala gegn þeim þegar almennningur á í hlut. Meira að segja gúggl spyr hvort manni sé alvara ef leitað er eftir launalækkun embættismanna (sjá mynd - innsláttarvilla hjá mér).
Öflugt Alþingi hugsjónafólks gæti gripið inn í almennu launafólki til varnar en gerir það ekki. Flestir þingmenn liggja sáttir á launameltunni líkt og kollegar þeirra innan embættismannakerfisins.
Það er lítil von á breytingum.