Brynjar Níelsson á það til að lenda á milli tannanna á fólki eins og fleiri reyndar. Oft verðskuldað. Eins og fleiri.
En Brynjar er einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum. Hann er hreinn og beinn, skýr í framsetningu, talar yfirleitt af þekkingu um þau mál sem hann tjáir sig um, tekur heildarhagsmuni flokksins fram yfir eigin hagsmuni, lætur sig litlu varða um hvað öðrum finnst um hann og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Líklega verður við Brynjar þó seint sammála í pólitík. Til þess er hann of þver.
En ég finn til andlegs skyldleika með meistara Brynjari.