Sumarið er hættulegt lýðræðinu

Sumarið er háannatími í ríkisstjórnarliðinu við lokafrágang fjárlagafrumvarps og annarra stórra stefnumótandi lagafrumvarpa. Það er einmitt núna á þessum dögum sem stjórnarliðið er að leggja lokahönd á sín hjartans mál í friði fyrir stjórnarandstöðunni og fjölmiðlum. Skortur á pólitískri umræðu ýtir undir öfga eins og sjá má á niðurstöðum skoðanakannana sem sýna sjálfstæðsflokkinn og þjóðernispoppúlista styrkja stöðu sína meðal almennings.
Langt sumarfrí Alþingis og lítil pólitísk umræða er hættuleg lýðræðinu.