Ógeðslega ríkir vildarvinir

Stjórnendur Arion banka virðast hafa einsett sér að gera útvalda vildarvini bankans ógeðslega ríka. Símagjöfin er langt frá því eina dæmið um það, þau eru miklu fleiri. Nefna má Reiti, Haga og Eykt því til stuðnings en í öllum tilfellum ákváðu stjórnendur Arion banka að tríta vini sína sérstaklega vel. Gera þá enn ríkari en þeir voru.
Ríkið á 13% í Arion banka. Enn hef ég ekki heyrt formenn stjórnarflokkanna tjá sig um örlætisgjörninga bankans. Hvað sem veldur.
Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau beiti sér í krafti eignarhluts ríkisins fyrir því að Arion banki útskýri örlæti sitt til handvalinna viðskiptavina bankans og þessi vitleysa verði stöðvuð.

Ekki síðar en strax.