Ótrúlega galið mál

 Það er ótrúlega galið að einn maður, í þessu tilfelli forsætisráðherra landsins, skuli óáreittur hafa tekið sér vald sem hann á ekki að hafa. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, sjálfstæðisflokkurinn, skuli láta þetta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Það er fullkomlega óboðlegt að sveitarstjórnin skuli búa við þau ósköp að eiga það undir geðslagi og smekk forsætisráðherra hvernig honum dettur í hug að beita þessu valdi sínu.
Furðulegast af öllu er þó að fæstir virðast kippa sér upp við þetta.
Hvernig sem á því stendur.