Áhyggjuefni fyrir okkur öll

 Þann 5. október 2014 skrifaði ég þennan pistil.  Í kvöld, ríflega ári síðar, er þetta að gerast. Forsætisráðherrann bregst við með þessum hætti. Hann og ríkisstjórn hans elur á upplausn og óvissu og efnir til átaka þegar minnsta færi er á því.
Frá því hægristjórnin tók við vorið 2013 hefur landið logað í átökum á vinnumarkaðinum. Fá dæmi eru um samsvarandi tímabil á síðari tímum. Og ekkert sem bendir til að þessu muni linna.
Sem er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll.