Það er rangt hjá Ólöfu Nordal að hún hafi verið birtingarmynd máls albönsku fjölskyldnanna sem vísað var úr landi. Sú mynd var af börnum sem leidd voru út af heimilinum sínum og út í myrkrið af yfirvaldinu. Ólöf var hins vegar táknmynd þeirra sem gerðu ekkert í málinu og héldu því fram að ekkert væri hægt að gera. Það var hins vegar almenningur í landinu sem tók málið í sínar hendur og neitaði að gangast við því að ekki væri hægt að hjálpa fólki í neyð. Stjórnarandstaðan á Alþingi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, formanni allsherjarnefndar þingsins, börðu málið svo áfram gegn harðlínuöflunum á þingi til þeirrar lausnar sem náðist á síðustu mínútum þingsins. Án samtakamáttar almennings og baráttu á Alþingi hefði þessu ömurlega máli ekki lokið með jafn farsælum hætti og gerðist í dag.
Eftir stendur Ólöf Nordal innanríkisráðherra sem með aðgerðarleysi sínu setti líf þessa fólks í fullkomið uppnám og óvissu algjörlega að ástæðulausu eins og komið er í ljós.
Það er enginn sérstakur glans yfir því.
Mynd: Pressphotos.biz