Utanríkisráðherra hefur neitað fréttamanni RÚV um viðtal nema gegn skilyrðum.
Formaður fjárlaganefndar hótaði fréttastofu RÚV vegna fréttaflutnings.
Umhverfisráðherra segir flokkinn sinn ekki nenna að styðja við bakið á RÚV enda finnst flokknum RÚV ekki rétt merkt.
Þingmaður framsóknarflokksins hefur verið virkur í hópi fólks sem vill herða eftirlit með fréttaflutningi RÚV.
Formenn stjórnarflokkanna hafa haft í hótunum við starfsfólk og stjórnendur RÚV vegna fréttaflutnings.
Mörg fleiri dæmi er hægt að telja til sem vísa til þess að stjórnmálamenn af hægri vængnum vilja stjórna fréttaflutningi fjölmiðla.
Það er síðan eðlilegt framhald hægrimanna að efast um hæfi þeirra sem reyna að verja stofnunina og reyna að grafa undan trúverðugleika þeirra sem tala gegn aðferðum stjórnvalda til að hafa áhrif á frjálsa fjölmiðlun.
Samantekið eru þetta fasískar aðferðir stjórnvalda sem vilja berja niður frjálsa og óháða umræðu og koma í veg fyrir eðlilega rökræðu.