Þingmenn og ráðherrar hægriflokkanna slógu sér rækilega á brjóst í dag vegna upplýsinga sem fram komu um aukinn jöfnuð í landinu. Málið var sett á dagskrá ríkisstjórnarinnar þar sem ráðherrar hafa líklega rætt málið í þaula og skálað fyrir góðum árangri. Að minnsta kosti var send út yfirlýsing sem vitnaði um það sem fram fór á þeim fundi. Hún hefur nú verið leiðrétt með stuttum texta neðst í yfirlýsingunni. Þingmenn ræddu málið úr ræðustól Alþingis. Ráðherrar skrifuðu um málið á netinu. Allt var þetta gert út frá því að um pólitísk afrek þeirra sjálfra væri að ræða. Það kom svo í ljós að það var rangt. Kolrangt.
En þau voru tilbúin að stökkva á það í þeirri von að geta blekkt almenning.
Landinu er stjórnað af pólitískum kjánum.