Fyrirsjánleg viðbrögð stjórnarandstöðunnar

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar (sem hefur enn ekki verið opinberaður) eru fyrirsjáanleg og grunn. Þau undirstrika hins vegar vel hvað minnihlutinn á þingi er sundurleitur hópur, tvístraður og ósamstíga. Það mun gera þingstörfin og samstarf milli stjórnar og stjórnarandstæðinga erfiðari og flóknari en annars, sem er auðvitað áhyggjuefni.
Þeir sem eru fyrirfram andsnúnir ríkisstjórninni munu beina sjónum sínum að því sem ekki er að finna í stjórnarsáttmálanum frekar en því sem er að finna þar. Í þessum hópi verða talsmenn stjórnarandstöðunnar og einstaka félagar í stjórnarflokkunum sem hefðu hvort sem er aldrei stutt samstarf þessara flokka. Þeir sem lengra eru komnir í pólitískum pælingum munu hins vegar horfa á heildarmyndina og hver væntanleg áhrif ríkisstjórnarsamstarfsins verða til framtíðar. Ég spái því að innan fárra daga eftir að rykið verður sest og stjórnin hefur tekið til starfa muni talsverður meirihluti landsmanna verða ríkisstjórninni hliðhollur.
​Það eru miklar vonir bundnar við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

.