Reynslusögur kvenna í stjórnmálum af kynferðislegu ofbeldi og áreitni vitna um ömurlega framkomu margra karla gegn konum og um viðhorf þeirra til kvenna. Það er skiljanlegt að nöfn gerenda fylgi ekki sögunum nema í einstaka tilfellum enda er markmið umræðunnar að vekja athygli á vandanum en ekki einstaklingum. Það breytir því ekki að vitað er um hvaða stjórnmálamenn er að ræða í a.m.k. einhverjum tilvikum.
Í fréttum RÚV í dag var sagt frá því að Sænskar konur hafi fengið nóg og að nefndir ofbeldismenn gegn þeim hrekist úr störfum. Það er ólíklegt annað en að við eigum eftir að sjá slíkt einnig gerast hér á landi fyrr eða síðar.
Kannski munum við sjá fyrstu merki þess þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum innan fárra daga og nýtt þing kemur saman?