Þetta verður góð ríkisstjórn

Þetta er í grófum dráttum eins og lýst er hér. Til viðbótar þurfa svo þingflokkar stjórnarflokkanna að samþykkja samstarfið enda eru það þingmenn þeirra sem munu tala máli ríkisstjórnarinnar á Alþingi og sjá til þess að stefnumál hennar nái fram að ganga. Það er ekki við öðru að búast en að stofnanir flokkanna þriggja og þingflokkar þeirra sömuleiðis samþykki með miklum meirihluta stjórnarsamstarfið. Það er líka mikill spenningur í landinu fyrir þeirri ríkisstjórn sem nú er að verða til og hún mun njóta almenns stuðnings víða í þjóðfélaginu.
Þetta verður góð ríkisstjórn.