Niðurskurður hjá Akureyrarbæ

Samkvæmt viðauka fyrir fjárhagsárið 2016 sem lagður var fram í bæjarráði Akureyrar fyrr í dag verður skorið niður í rekstri bæjarins um 317.731 milljón það sem eftir er árs (bls. 10). Þriðjungurinn af þeim niðurskurði mun lenda á fræðslu- og félagsþjónustu bæjarins. Niðurskurðurinn í fræðslumálum er að stórum hluta falinn í uppsögnum skólaliða en samkvæmt tillögunum munu 5 úr þeim hópi missa vinnuna. Það þarf vart að nefna það að um er að ræða starfsfólk bæjarins á lægstu launum. Dregið verður úr afleysingum á leikskólum og önnur almenn þjónusta skert (bls. 12).
Niðurskurður í félagsþjónustu bæjarins felst nánast eingöngu í að draga úr launakostnaði með því að lækka yfirvinnu og/eða uppsögnum (erfitt að átta sig á því) og að skerða þjónustu við íbúa (bls. 11).

Forseti Alþingis á að verja þingið

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gerði á sínum tíma sendibréf Víglundar Þorsteinssonar að sérstöku þingmáli. Víglundur hélt því fram að stór hópur fólks, embættismanna, stjórnmálamanna og lögmanna innanlands sem utan hefði bæði blekkt þjóðina og svikið hana um mörg hundruð milljarða króna. Þrátt fyrir að augljóst væri að um tóma vitleysu var að ræða tók Einar Kristinn þetta upp á sína arma í krafti embættis síns og vísaði bréfi Víglundar til rannsóknar í þingnefnd. Niðurstaða þingnefndarinnar kom ekki á óvart.

Meirihluti þingsins studdi ekki mál sem þó var samþykkt!

Fyrir nokkru var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt á Alþingi. Innan við helmingur þingmanna greiddi málinu atkvæði sitt. Í áætluninni felast ekki skuldbindingar um fjárútlát af hálfu Alþingis heldur fyrst og síðast sýn stjórnvalda á rekstur ríkisins í nánustu framtíð. Komandi þing og ríkisstjórnir eru því ekki skuldbundnar til að fylgja áætluninni og munu vonandi ekki gera það.

Tækifærin sem Hrunið færði okkur

Meirihluti fjárlaganefndar er skipaður þeim Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Valgerði Gunnarsdóttur, Haraldi Benediktssyni, Ásmundi Einari Daðasyni og Páli Jóhanni Pálssyni. Svo virðist sem þau hafi öll sex komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu  að vinstristjórnin hafi klúðrað öllum þeim stórkostlegu tækifærum sem fólust í Hruninu.
Það er nú eitthvað!

Hefðu betur tekið vinsamlegum ábendingum

Fyrir um einu og hálfu ári nefndi ég það í mestu vinsemd í viðtali við Björn Inga Hrafnsson að framsóknarmenn ættu að velta því alvarlega fyrir sér að finna flokknum sínum nýjan formann. Þetta féll ekkert í sérstaklega góðan jarðveg, ekki síst hjá viðmælanda mínum í þættinum. Engu að síður er nú komið í ljós að framsóknarmenn hefðu betur tekið orð mín alvarlega. Formaðurinn er við það að knésetja flokkinn málefnalega og fylgið er horfið.

Færeysk stjórnmál

Í dag kl. 13:00 hefst í Norræna húsinu fundur með þremur færeyskum ráðherrum. Þar munu þau Högni Hoydal sjávarútvegsráðherra, Kristina Háfoss fjármálráðherra og Sirið Stenberg innanríkis- og velferðarráðherra ræða stjórnmálin í Færeyjum og sitja fyrir svörum. Á morgun mun Högni Hoydal síðan halda fund á Akureyri í boði Háskólans á Akureyri um sjávarútvegsmálin, sér í lagi uppboðsleiðina sem Færeyingar eru að fikra sig áfram með og vakið hefur talsverðar umræður hér á landi.
Áhugafólk um stjórnmál þarf því ekki að láta sér leiðast um helgina. Sér í lagi þó þeir sem láta sig   sjávarútvegsmálin varða.

 

Útsala! Útsala! Allt á að seljast!

Ríkisstjórn hægriflokkanna auglýsir til sölu stærstu keðju apóteka og heilsuverslana á Íslandi. Salan þarf að ganga frekar hratt fyrir sig eins og gefur að skilja.
Annars er engu við þetta að bæta.

Pólitísk mistök Bjarna Benediktssonar

Haustkosningar eru ekki algengar á Íslandi. Fyrir því eru aðallega praktískar ástæður s.s. vinna við fjárlög næsta árs og fleiri slík mál. Það þarf þó ekki að vera verra að kjósa að hausti til, svo framarlega sem ekki er farið langt inn í haustið. Ný ríkisstjórn í haustbyrjun hefur tækifæri til þess að láta strax til sín taka í veigamiklum málum m.a. í gegnum fjárlög og breytingar á skattalögum næsta árs sem hún hefur síður í sumarbyrjun. Allt er þetta þó háð því hversu burðugur hópur það er sem tekur við stjórn landsins hverju sinni. Almennt séð er ekki tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þessu að mínu mati.

Það verður að fella þessa ríkisstjórn!

Það er vægast sagt pínlegt hvað sýningar ríkisstjórnarinnar í Hörpu hafa fengið slæma dóma og verkin staðist illa tímans tönn. Nú síðast skýtur Seðlabanki Íslands tillögur ríkisstjórnarinnar um minnkandi vægi verðtryggingar í kaf. Áður höfðu fjölmiðlar líkt og Kjarninn (hérhér - hér) og fleiri, t.d.

Guðlaugur Þór er mesti survivor íslenskra stjórnmála í dag

Guðlaugur Þór Þórðarson er án nokkurs vafa sigurvegarinn í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það leit svo sannarlega ekki vel út með pólitíska framtíð Guðlaugs Þórs í kjölfar Hrunsins þegar upp komst um styrkjamál sjálfstæðisflokksins og hans eigin sömuleiðis. Hann var trausti rúinn og flestir töldu hann á útleið úr stjórnmálum.
En …

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS