Þetta eru að mörgu leyti ágætar pælingar hjá Kjarnafólkinu eins og vænta mátti, fyrir utan fyrirsögnina.
Það lá ljóst fyrir í aðdraganda kosninga að ekki yrði mynduð ríkisstjórn færri en þriggja flokka eftir kosningar. Skilaboð kjósenda til stjórnmálamanna voru að þeir ættu að ræða saman til lausna, þvert á flokka. Það kallar á málamiðlanir, það kallar á markvissa vinnu um að ná utan um verkefni sem verður að leysa. Þetta vissu kjósendur fyrir kosningar. Það eru því engin vörusvik af hálfu stjórnmálamanna í því að miðla málum sín á milli. Þvert á móti reynir nú á stjórnmálamenn að gegna kjósendum og finna leiðir til að stjórna landinu á grunni þeirra skilaboða sem kjósendur sendu þeim í kosningunum.
Það er verkefni þeirra í dag.