Um þetta verður kosið

Í dag eru nokkuð jafnar líkur á því að ríkisstjórn félagshyggjuflokka eða hægriflokka taki við stjórn landsins eftir morgundaginn.
Ríkisstjórn hægriflokkanna yrði undir forystu Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins. Hann er eini formaðurinn sem nýtur trausts þvert á hægriflokkana og því sá eini sem gæti leitt ríkisstjórn þriggja eða fjögurra flokka stjórn á hægri vængnum.
Vinstrisinnuð ríkisstjórn yrði undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Hún er sú eina sem nýtur trausts þvert á þá flokka og því sú eina sem gæti leitt ríkisstjórn þriggja eða fleiri flokka á vinstri vængnum.
Um þetta verður kosið.
​Það er nú ekki flóknara en þetta.

 

Kjósum gegn sérhagsmunum

„Það er dapurlegt að horfa upp á það, aftur og aftur, að það virðist auðveldara að standa vörð um sérhagsmuni á Alþingi heldur en almannahagsmuni og því full ástæða til að skora á frambjóðenda til Alþingis að gefa þessu gaum og hvetja þá sem síðan setjast á þing í framhaldinu til að breyta þessu.“
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ

Kröfuhafadekstur

Engir hafa smjaðrað eins fyrir kröfuhöfum í föllnu bankana og ríkisstjórn hægriflokkanna. Sama ríkisstjórn samdi svo um Icesave-málið við Breta og Hollendinga og greiddi þeim ríflega 50 milljörðum meira en nauðsynlegt var.. Sá samningur hefur hvergi verið birtur og var gerður án aðkomu Alþingis.
Og enn nýta hægriflokkarnir sér náin tengsl sín við vogunarsjóðina og selja þeim eigur ríkisins án þess að gera þingi eða þjóð grein fyrir sölunni.
Þessu getum við svo haldið áfram eftir helgi – eða hætt þessu kröfuhafa-vogunarsjóðadekstri.

Háskólar í hættu

„Við óbreytt ástand geta háskólarnir ekki starfað áfram með eðlilegum hætti. Háskólastarfi á landinu er stefnt í hættu.“

Farsæll fiskimaður

Það er ekki öllum gefið að vera farsæll í starfi og það gerist heldur ekki af sjálfu sér. Trausti Egilsson skipstjóri er dæmi um mann sem á farsælan feril að baki sem skipstjóri og fiskimaður. Sem skipstjóri hefur hann stýrt skipi og stjórnað áhöfn þannig að eftir hefur verið tekið af þeim sem fylgst hafa með. Sem fiskimaður hefur hann skilað áhöfn og útgerð sem og þjóðarbúinu öllu miklum tekjum á ferli sínum.
Það er ótrúlegt hvað starf skipstjóra er lítils metið utan greinarinnar. Þeir eiga oftar en ekki erfitt með að fá störf í landi og reynsla þeirra er ekki hátt metin á vinnumarkaðinum. Virðist engu breyta þó þeir hafi haft mannaforráð, stýrt stórum vinnustað, axlað ábyrgð á skipum og áhöfnum og skapað mikil verðmæti. Þeir skora sjaldan hátt á vinnumarkaðinum í landi.
Hvernig ætli standi á því?

Þetta er aumt

Íslendingar eiga heimsmet í að fela peninga í skattaskjólum. Hvergi á byggðu bóli finnast hlutfallslega jafn margir spilltir stjórnmála- og viðskiptamenn en á Íslandi.
Í nýjum upplýsingum sem Reykjavik Media birti í gær úr Panamaskjölunum kemur fram að mikill fjöldi einstaklinga sem hefur m.a. hagnast á því að nýta fiskistofnana við landið hefur komið peningum sínum í skattaskjól. Þeir hafa frekar kosið að gera það en að taka þátt í að byggja upp velferðarsamfélag í heimalandi sínu, Íslandi.
Það er þeim til ævarandi skammar.
„Þetta er bara mitt mál,“ segir einn þeirra.

Nokkrar staðreyndir um lán Seðlabankans til Kaupþings

Eftirfarandi staðreyndir liggja fyrir um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008:

Langlundargeð sjómanna er á þrotum

Sjómenn hafa verið samningslausir í sex ár. Það er langur tími. Nú hafa þeir samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall verði ekki samið við þá fyrir 10. nóvember, eftir rétt rúmar þrjár vikur. Vonandi kemur ekki til þess. Vonandi sjá útgerðarmenn sér hag í því að semja nú loksins við sjómenn og koma þar með í veg fyrir  að flotanum verði siglt í land í verkfall sem hefði  ekki auðveldað samninga.
Langlundargeð sjómanna er á þrotum.

Stórfrétt sem þarfnast frekari skýringa

„Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland.“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra

Við hjólum ekki á Akureyri – það eru svo margar brekkur

Fyrir rúmum tveimur árum var  skipaður starfshópur á vegum borgarstjórnar Reykjavíkur sem var fengið það hlutverk að útfæra tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Í kjölfarið voru tveir vinnustaðir borgarinnar valdir til þátttöku í þessu verkefni. Í sumarbyrjun var svo birt skýrsla um helstu niðurstöður verkefnisins. Það er skemmst frá því að segja að verkefnið tókst að stærstum hluta afar vel. Allir þátttakendur í verkefninu voru sammála því að það hafi skilað sér í meiri starfsánægju og betri starfsanda, auk þess sem dregið hafði úr álagi í starfi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS