Óþarfa áhyggjur af afgreiðslu fjárlaga

Það eru óþarfa áhyggjur sem koma fram í þessari grein um afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem fleiri hafa reyndar nefnt og þá sem ástæðu til að fresta kosningum enn frekar.
Sumarið 2009, strax í kjölfar kosninga voru fjárlög þess árs tekin upp og endurunnin. Samhliða því var unnið að gerð fjárlaga ársins 2010. Þetta tvennt lagði grunn að uppbyggingu ríkisfjármálanna eftir Hrun. Aðstæður þá voru allt aðrar og margfalt erfiðari og flóknari en í dag.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða fjárlög næsta árs þó kosningar verði í október þó vissulega hefði verið betra að kjósa fyrr. Það þarf bara nýtt og duglegt fólk í þá vinnu.
Þess vegna þarf að kjósa.
Sem fyrst.