Sigurður Ingi Jóhannsson (framsókn), þáverandi atvinnuvegaráðherra, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra (sjálfstæðisflokkur) skrifuðu undir nýjan búvörusamning við bændur í febrúar á þessu ári. Eftir að Sigurður Ingi tók að sér hlutverk forsætisráðherra kom það í hlut Gunnars Braga Sveinssonar, nýs atvinnuvegaráðherra (framsókn), að búa samninginn til þinglegrar meðferðar. Í þinginu var Jóni Gunnarssyni, formanni atvinnuveganefndar (sjálfstæðisflokkurinn), falið að keyra málið í gegn sem hann gerði skammlaust. Það voru sem sagt tveir stjórnmálaflokkar sem komu að málinu fyrir hönd ríkisins, framsókn og sjálfstæðisflokkur.