Sem stendur er líklegasta niðurstaða næstu kosninga sú að mynduð verði þriggja flokka ríkisstjórn hægriflokkanna, þ.e. sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og framsóknarflokksins, jafnvel tveggja flokka stjórn sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Hvort sem verður yrði sú ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar sem fyrrum flokkssystkini hans í Viðreisn munu vel geta sætt sig við, auk þess sem framsóknarflokkurinn er á mörkum þess að vera stjórntækur.