Frábær afkoma hjá Samherja

Það er óhætt að segja að rekstur Samherja hf á síðasta ári hafi verið góður og afkoman eftir því. Það á reyndar við um mörg ár þar á undan eins og fram kemur í þessari ágætu samantekt á Kjarnanum.
Tekjur Samherja á síðasta ári námu um 84 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir var um 20 milljarða, rúmum þrem milljörðum meiri en árið á undan. Í lok síðasta árs námu eignir Samherja og tengdra fyrirtækja 119 milljörðum og skuldir 36 milljarðar. Fyrirtækið fjárfesti fyrir meira en 8 milljarða á árinu 2015 og hefur skuldbundið sig til að fjárfesta fyrir um 30 milljarða á næsta eina og hálfa ári.

Auðvelt val í NA-kjördæmi

Framboð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar í NA-kjördæmi, eykur enn hættuna á því að ríkisstjórn hægriflokkanna haldi velli í kosningunum með stuðningi Viðreisnar. Samkvæmt skoðanakönnunum tekur Viðreisn  ekki mikið af sjálfstæðisflokknum og ekkert af Vinstri grænum. Fylgi flokksins kemur fyrst og síðast frá fyrrum kjósendum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og framsóknarflokksins. Allir þessir flokkar eru í talsverðum vandræðum í kjördæminu og ólíklegir til að ná vopnum sínum. Það má búast við því að með framboði Benedikts í NA-kjördæmi muni hægriblokkin í NA-kjördæmi styrkjast og línur skýrast enn frekar en áður. Í raun mætti segja að kjósendum í NA-kjördæmi standi tvennt til boða; annars vegar að kjósa til hægri eða Vinstri græn.

Hvað er að gerast í Færeyjum?

Ábendingar Árna  Bjarnasonar, formanns Félags skipstjórnarmanna, og Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, um ókosti uppboðs -eða markaðsleiðar í sjávarútvegi eiga fullan rétt á sér. Uppboð á aflaheimildum er ekki leið til að tryggja atvinnuöryggi sjómanna eða fiskvinnslufólks og því síður heilu byggðarlaganna. Markaðurinn hefur aldrei verið vinveittur vinnandi fólki. Það ættu stjórnmálamenn að hafa í huga í þessari umræðu.

Lífsvon sjálfstæðisflokksins

Sem stendur er líklegasta niðurstaða næstu kosninga sú að mynduð verði þriggja flokka ríkisstjórn hægriflokkanna, þ.e. sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og framsóknarflokksins, jafnvel tveggja flokka stjórn sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Hvort sem verður yrði sú ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar sem fyrrum flokkssystkini hans í Viðreisn munu vel geta sætt sig við, auk þess sem framsóknarflokkurinn er á mörkum þess að vera stjórntækur.

Hvað er eiginlega að þessu fólki?

Um hvað er konan að tala?
Hvað var rangt við fréttaflutninginn af Wintris- máli forsætisráðherrahjónanna?
Var það rangt að þau geymdu peningana sína á Tortóla?
Var það rangt að þau héldu því leyndu?
Var það rangt að forsætisráðherrann reyndi að ljúga sig út úr viðtalinu fræga?
Var það rangt að forsætisráðherra upplýsti ekki um Tortólareikninga sína?
Var það rangt að það var ekki fyrr en að fréttamenn komust að Tortólatengslum þeirra hjóna að þau fyrst ákváðu að segja frá þeim?
Var það rangt að  þau sögðu þá ekki satt og rétt frá?
Var það rangt að eiginkona forsætisráðherra var kröfuhafi í bankana?
Var það rangt að hún hélt því leyndu að hún væri kröfuhafi í bankana?

Því miður ...

Við atkvæðagreiðslu á Alþingi um lagasetningu sem heimilaði fjármálaráðherra að selja ótilgreindar eignir ríkisins upp á ótilgreinda upphæð, sagði ég þetta.
Í dag staðfestir ráðherrann það sem ég sagði.
Því miður.

Hvar eru þingmennirnir?


Annan daginn í röð er ekki hægt að greiða atkvæði um mál á Alþingi vegna fjarveru þingmanna. En hvar eru þeir? Væri það ekki verðugt verkefni fyrir fjölmiðla að athuga það. Ég efa ekki að flestir þeirra hafa góða og gilda ástæðu fyrir fjarveru sinnj.
Aðrir ekki eins og gengur.

Ekki óheppni - heldur meðvituð pólitísk ákvörðun

Aldraðir og öryrkjar greiða tvöfalt meira gjald í tannlæknakostnað en þeir eiga að gera samkvæmt reglugerð þar um. Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra finnst það óheppilegt, meira að segja afar óheppilegt . Hann segir að það sé ríkur vilji af hans hálfu að laga þetta. Sama sagði hann síðast þegar hann var spurður um það sama. En samt gerist ekkert.

Framboð Þorsteins staðfestir klofning í sjálfstæðisflokknum

Það er rétt sem fram kemur í Kjarnanum að framboð Þorsteins Víglundssonar fyrir hönd Viðreisnar er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að með því er staðfestur einn mesti klofningur sem orðið hefur í sjálfstæðisflokknum, er þó af nægu að taka í þeim efnum. Fram að þessu var það nánast óhugsandi að talsmenn atvinnurekenda fylgdu öðrum flokki að málum, að ekki sé talað um að þeir lýstu yfir andstöðu við meginstefnu sjálfstæðisflokksins.

Þeir eru ekki lengi að því strákarnir!

Ég hef áður vakið athygli á því að Alþingi gaf fjármálaráðherra ótakmarkaða heimild til að einkavæða eignir ríkisins (sjá hér og hér). Lögin voru samþykkt 17. mars án mikillar fyrirstöðu og samið við Landsbankann um ráðgjöfvið söluna í byrjun ágúst. Nú aðeins nokkrum dögum síðar er allt komið á fullan skrið. Einkavæðingin hafin og litlar upplýsingar veittar um hverjir kaupa – nema það var „breiður hópur fjárfesta“. Nema hvað?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS