Fyrir um einu og hálfu ári nefndi ég það í mestu vinsemd í viðtali við Björn Inga Hrafnsson að framsóknarmenn ættu að velta því alvarlega fyrir sér að finna flokknum sínum nýjan formann. Þetta féll ekkert í sérstaklega góðan jarðveg, ekki síst hjá viðmælanda mínum í þættinum. Engu að síður er nú komið í ljós að framsóknarmenn hefðu betur tekið orð mín alvarlega. Formaðurinn er við það að knésetja flokkinn málefnalega og fylgið er horfið. Framsóknarflokkurinn þjáist af sársaukafullum innanmeinum sem öll eiga rætur sínar að rekja til formannsins og forystusveit flokksins er í tætlum.
Ekki að það græti mig sérstaklega en þau hefðu betur tekið vinsamlegum ábendingum mínum á sínum tíma.