Þeir eru ekki lengi að því strákarnir!

Ég hef áður vakið athygli á því að Alþingi gaf fjármálaráðherra ótakmarkaða heimild til að einkavæða eignir ríkisins (sjá hér og hér). Lögin voru samþykkt 17. mars án mikillar fyrirstöðu og samið við Landsbankann um ráðgjöfvið söluna í byrjun ágúst. Nú aðeins nokkrum dögum síðar er allt komið á fullan skrið. Einkavæðingin hafin og litlar upplýsingar veittar um hverjir kaupa – nema það var „breiður hópur fjárfesta“. Nema hvað?
Hægriflokkarnir munu væntanlega leggja mikla áherslu á að koma sem mestu af eignunum út til breiðs hóps fjárfesta áður en gengið verður til kosninga.
Þeir eru ekki lengi að því strákarnir!