Það er vægast sagt pínlegt hvað sýningar ríkisstjórnarinnar í Hörpu hafa fengið slæma dóma og verkin staðist illa tímans tönn. Nú síðast skýtur Seðlabanki Íslands tillögur ríkisstjórnarinnar um minnkandi vægi verðtryggingar í kaf. Áður höfðu fjölmiðlar líkt og Kjarninn (hér – hér - hér) og fleiri, t.d. ASÍ og BSRB gert slík hið sama. Aðeins einn aðili hefur með veikum mætti reynt að verja tillögur ríkisstjórnarinnar án þess þó að beita til þess haldbærum rökum og það er fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Það er eins og þessi ríkisstjórn geri aldrei neitt rétt nema þegar kemur að því að þjóna þeim sem fjármagna stjórnarflokkana.
Þess vegna verður að koma henni frá völdum í kosningunum í haust.